22/12/2024

Stefna að úrbótum í sorpmálum

Á aðalfundi Sorpsamlagsins s.l. miðvikudag var samþykkt að fara í samningaviðræður við Sagaplast ehf. um söfnun á brotajárni, trollum og netum, dekkjum og baggaplasti. Gangi viðræður vel þá er líklegt að farið verði af stað með allherjar hreinsun á brotajárni, bílhræ og vinnuvélar meðtalin í Strandasýslu og að því loknu sett upp söfnunarstöðvar sem tæmdar verða reglulega. Sama á við um net, troll og baggaplast. Gefi þetta góða raun er ætlunin að halda áfram og taka við dagblöðum/tímaritum og fernum. Allt rusl á Ströndum er urðað á ruslahaugum Hólmavíkurhrepps og hefur verið mikill þyrnir í augum íbúa.