22/12/2024

Stefán Hilmars og Eyfi í Bragganum í kvöld

Hinir frábæru tónlistarmenn Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru á yfirreið um Vestfirði og halda tónleika í Bragganum á Hólmavík í kvöld. Hefjast tónleikarnir kl. 20:30 og er aðgangseyrir 2000 kr fyrir fullorðna en 1000 kr fyrir börn. Þetta er í fyrsta skipti sem Stefán Hilmarsson syngur á Hólmavík, en Eyfi hefur haldið tónleika áður. Allir eru velkomnir og eru Strandamenn og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna á tónleikana, enda ekki á hverjum degi sem slíkir tónlistarmenn stiga hér á svið.