22/12/2024

Starfsmaður við Þróunarsetur á Hólmavík

Í frétt á bb.is í morgun kemur fram að samtals hafi verið ráðið í eða auglýstar 19 nýjar stöður á Vestfjörðum samkvæmt tillögum Vestfjarðanefndar frá í vor, en ætlunin sé að 28 ný störf verði til á árinu í tengslum við þessar tillögur og 56 á næstu tveimur árum. Eftir upptalningu á þeim stöðum sem auglýstar hafa verið eða ráðið í, kemur fram að veitt hefur verið heimild fyrir tveimur stöðugildum við eflingu starfsemi stofnana innan Þróunarseturs á Patreksfirði og fyrir einni stöðu við samskonar starf á Hólmavík. Ekki kemur fram hvenær þessi nýja staða verður auglýst eða á vegum hvers starfsmaður við væntanlegt Þróunarsetur verður.