22/12/2024

Spilavist og tónleikar framundan

Ekki fer mikið fyrir fregnum af hátíðahöldum í tilefni af 1. maí hér á Ströndum, en hins vegar stendur foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík fyrir spilavist í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og hefst hún kl. 20:00. Einnig eru framundan vortónleikar Tónskólans á Hólmavík og verða þeir haldnir í Hólmavíkurkirkju mánudags- og þriðjudagskvöld og hefjast bæði kvöldin kl. 19:30. Allir eru hjartanlega velkomnir, bæði á félagsvistina og tónleikana.