21/12/2024

Spilavist í Sævangi 30. desember

Spilavist Sævangur

Félagsvist verður haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi mánudaginn 30. desember og hefst spilamennskan kl. 20:00. Vegna fjölda frídaga og óljósrar veðurspár var spilavistin ekki auglýst með dreifimiða eins og oftast og er því fólk beðið að láta fréttirnar berast. Aðgangseyrir er 1.000.- fyrir 13 ára og eldri og eru veitingar innifaldar.