
Ætlunin er að auka afþreyingu á Reykjanesi nú í sumar, boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir og sjóferðir frá Reykjanesi og er bátur sem notaður verður til þess á leiðinni vestur í dag. Þá segir Jón Arnar að ætlunin sé að opna nýjan veitingastað með kráarívafi á neðri hæðinni í skólahúsinu, til viðbótar við matsalinn sem fyrir er. Þá verði komið upp tveggja átta háhraðanetsambandi í Reykjanesi sem stendur gestum Ferðaþjónustunnar til boða.
Til viðbótar við fasta starfsmenn verður ráðið aukafólk um helgar og er það sótt til Hólmavíkur. Enn er laus aukavinna og vaktir fyrir fleiri og Strandamenn sem eru áhugasamir um helgarvinnu við Djúp í sumar eru hvattir til að hafa samband við Jón Arnar. Vefsíða Ferðaþjónustunnar Reykjanesi er á slóðinni www.rnes.is.

Ljósm. af vef bb.is og Ferðaþjónustunnar Reykjanes.