23/12/2024

Spilavist í Sævangi

Haldin verður félagsvist í Sævangi mánudagskvöldið 4. desember og hefst spilamennskan klukkan 20. Þetta er önnur félagsvistin sem haldin er í Sævangi í vetur. Veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi sem er kr. 1.300.- fyrir 12 ára og eldri og kr. 900 fyrir yngri. Verið öll hjartanlega velkomin segir í tilkynningu Sauðfjárseturs á Ströndum sem stendur fyrir spilamennskunni.