Categories
Frétt

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur Aðventuhátíð í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. desember og hefst hún kl. 16.30. Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár, en einsöngvari með honum á aðventuhátíðinni er Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Barnakórinn syngur einnig og Grétar Jónsson, félagi í kórnum, flytur hugvekju. Þá er glæsilegt kaffihlaðborð á dagskránni. Allir eru hjartanlega velkomnir, en aðgangseyrir er 2.200 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri.