11/09/2024

Spekingarnir gerðu jafntefli

Tippleikurinn sem verið hefur í gangi hér á strandir.saudfjarsetur.is undanfarnar helgar hélt áfram á laugardaginn. Þá áttust við þeir Halldór Logi Friðgeirsson og Jón Jónsson, en Jón hefur verið með í leiknum frá upphafi. Kapparnir skildu jafnir og keppa því aftur á næstu helgi. Í þetta skipti náði stigaskorið áður óþekktum lægðum, en lokastaðan var 3-3, sem er vissulega hálfhörmulegt. Það verður þó að segjast eins og er að það er ekki mikið verra en meðalskorið í leiknum, en meðaltal réttra leikja hjá öllum „spekingunum“ hingað til er aðeins 4,5 leikir á hverjum seðli. Það er ljóst að menn verða að fara að girða sig í brók ef tippleikurinn á ekki að verða að athlægi um víða veröld. Spár og umsagnir þeirra Jóns og Halldórs fyrir helgi má sjá með því að smella hér en úrslit helgarinnar samanborin við spárnar eru hér í neðra: 

LEIKIR

ÚRSLIT

HALLDÓR

JÓN

  1. Fulham – Man. Utd.

2

2

2

  2. Charlton – Tottenham

2

X

X

  3. Portsmouth – Newcastle

X

2

2

  4. Blackburn – WBA

1

1

1

  5. Sunderland – West Ham

X

X

2

  6. Reading – Sheff. Utd.

1

2

1

  7. Watford – Leeds

X

2

1

  8. Cardiff – Luton

2

X

1

  9. Preston – Southampton

X

2

2

10. Plymouth – Stoke

1

2

X

11. Derby – Leicester

X

1

1

12. Sheff. Wed. – Coventry

1

X

X

13. Brighton – Norwich

2

1

1

 

 

3 réttir

3 réttir