27/04/2024

Söngleikurinn Óliver sýndur á laugardaginn á Drangsnesi


Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Óliver á Drangsnesi núna á morgun, laugardag 28. apríl.  Um er að ræða lítt stytta útgáfu af þessum fræga söngleik í þýðingu Flosa Ólafssonar sem  nemendur Grunnskólans á Drangsnesi sýndu á árshátíð skólans fyrir páska. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni sem er hressileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Nú í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Charles Dickens en  söngleikurinn Óliver er gerður er eftir Oliver Twist, einni þekktustu sögu hans. Sýningin verður í Félagsheimilinu Baldri og hefst klukkan 17:00. Sýningartími er um 1 klst. Miðaverð er 1.000 kr fyrir fullorðna en 500 kr fyrir börn á grunnskólaaldri.