30/10/2024

Söngkeppni Ozon

645-alltahreinu5
Í kvöld, fimmtudaginn 31. janúar, fer hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fram í Grunnskólanum á Hólmavík. Valin verða þau atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem haldin verður á Ísafirði föstudaginn 8. febrúar. Keppnin hefst kl. 18:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, grunnskólanemar borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn.

Strandamenn og nærsveitungar eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon.