10/09/2024

Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hólmavík

645-eldur3
Ekki urðu slys á fólki, þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi við Höfðagötu á Hólmavík um hádegisbilið í dag. Slökkvilið Hólmavíkur slökkti eldinn og gekk slökkvistarf greiðlega, en miklar skemmdir urðu þó á húsinu og innanstokksmunum af völdum elds, reyks og vatns. Húsið er þriggja hæða einbýlishús, byggt 1926.

645-eldur2 645-eldur1 645-eldur4

Slökkvistarf á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson