22/12/2024

Sönghópur á Jólamarkaðnum

Í dag sunnudag verður skemmtun á jólamarkaði Strandakúnstar á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu. Sönghópur mætir á svæðið kl. 17:00 og syngur inn jólastemmninguna og það er aldrei að vita nema einhverjir af jólakörlunum láti líka sjá sig.

Jólamarkaðurinn er opinn frá 14:00-18:00 alla daga fram að jólum. Þar er hægt að versla margvíslega gjafavöru og handverk. Á jólamarkaðinum er einnig flóamarkaðshorn þar sem gera má góð kaup. Skemmtilega málverkasýninu er líka að finna á jólamarkaðinum með myndum eftir Jón Guðlaugsson og Ásdísi Jónsdóttir sem hefur einmitt séð um Jólamarkaðinn fyrir Strandakúnst þetta árið.