22/12/2024

Söngbræður heimsækja Hólmavík

Karlakórinn Söngbræður heimsækir Strandamenn þriðjudaginn 12. apríl og heldur kórinn tónleika í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Karlakórinn Söngbræður er að meginhluta til úr Borgarfirði en með honum syngja nokkrir Strandamenn. Viðar Guðmundsson í Miðhúsum er kórstjóri og meðleikari er Stefán Jónsson. Einnig kemur fram harmonikkuleikarinn Guðbjartur Björgvinsson og gítarleikinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Dagskráin er létt og fjölbreytt. Aðgangur er 2.000.- og posi á staðnum.