01/05/2024

Sól og snjór á blíðviðrisdegi

{mosvideo xsrc="november07" align="right"}Það var sannarlega fagur dagur á Ströndum í dag þennan síðasta dag októbermánaðar, meðan snjóruðningstæki ruddu
götur Hólmavíkur, eftir frekar þungbúna daga þar á undan. Starfsmenn Orkubús
Vestfjarða hafa haft í nógu að snúast við að sjá til þess að rafmagn sé til
reiðu fyrir alla íbúa svæðisins en nokkuð hefur verið um rafmagnstruflanir, mest
vegna ísingar. Veturinn hefur minnt óþyrmilega á sig eftir að fyrsti vetrardagur
gekk nýverið í garð og íbúar mega því fara að fægja snjóskóflurnar. Mikil blíða
hefur hinsvegar verið á Hólmavík í allan dag eins og meðfylgjandi myndir bera
með sér, en hraglandaveður hefur gengið yfir undanfarið.