05/05/2024

Fornleifarannsókn í Hveravík fær veglegan styrk

{mosvideo xsrc="ragnar-vidtal" align="right"}Símaviðtal við Ragnar Edvardsson fornleifafræðing
Aðstandendum fornleifarannsóknarinnar á hvalstöðinni í Hveravík við Steingrímsfjörð bárust gleðileg tíðindi í dag þegar það kom í ljós að Fornleifasjóður hefði ákveðið að leggja til þriggja milljóna króna framlag til verkefnisins á þessu ári. Að sögn Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings gerir það verkefninu kleyft að ná fram markmiðum sínum og vinna við rannsóknina hefst aftur strax í næsta mánuði. Undanfarin tvö haust hefur verið unnin undirbúningsrannsókn í Hveravík og meðal annars komið í ljós bræðsluofn frá 17. öld. Í sumar munu Ragnar ásamt Magnúsi Rafnssyni sagnfræðingi vinna að rannsókninni. Einnig munu danskur fornleifafræðingur og fornleifafræðinemar frá Bandaríkjunum sem lagt hafa stund á beinarannsóknir taka þátt í henni. Það eru Strandagaldur ásamt Náttúrustofu Vestfjarða sem standa að verkefninu. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is sló á þráðinn til Ragnars í kvöld og heyrði í honum hljóðið.


–