22/12/2024

Snjóa vænta máttu mest, maður, upp frá þessu

HólmavíkÍ dag er Kyndilmessa, hreinsunardagur Maríu 40 dögum eftir fæðingu frelsarans í gyðinglegum sið og mikil kerta- og kyndlahátíð í kaþólskunni. Kyndilmessan er merkisdagur fyrir alla þá sem leggja trúnað á veðurspár fyrri alda. Segir þjóðtrúin að ef sólin sjáist á Kyndilmessunni muni snjóa mjög upp frá þeim degi og veturinn verða snjóþungur. Sólin hefur skinið glatt í allan dag um land allt og settist í heiði fyrir skemmstu og fagna því sjálfsagt snjókastarar, snjósleða-, skíða- og snjómokstursmenn, en þeir sem borga fyrir snjómoksturinn eru sjálfsagt með böggum hildar. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is tók þessar myndir af sólinni á Hólmavík í dag.

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp frá þessu.

Hólmavík

holmavik/580-kyndilmessa1.jpg

holmavik/580-kyndilmessa3.jpg

holmavik/580-kyndilmessa5.jpg

Hólmavík í dag – ljósm. Jón Jónsson