22/12/2024

Smári glímir við Nonna

Á morgun fer fram 14. umferð tippleiks strandir.saudfjarsetur.is, en þá mætast þeir Smári Gunnarsson og Jón Eðvald Halldórsson. Smári vann frækinn sigur á Höskuldi B. Erlingssyni á síðustu helgi og Höskuldur greip þá til þess ráðs að skora á frænda sinn, akureyrska Drangsnesinginn Jón Eðvald sem tók við boltanum eins og ekkert væri. Smári og Nonni virka báðir sigurvissir í spánum sínum. Nonni segist "stefna á toppinn" eftir að hafa verið beðinn um að taka þátt af niðurbrotnum og grátklökkum Höskuldi en Smári líkir keppninni við vítaspyrnu og ætlar sér að senda Nonna í vitlaust horn. Báðir keppendurnir ljúka síðan máli sínu á fallegum ljóðum sem beinast að mótherjanum. Spárnar gerast ekki mikið skemmtilegri en einmitt þessa helgi og því ættu allir að kíkja á þær með því að smella á "lesa meira" takkann.

1. Wigan – Tottenham

Smari: Áfram Manchester United og Tottararnir eru lélegir! Ragnar Reykás mælti svo back in the day.það er allt rangt við þessa setningu. Defoe skorar, og það má til gamans geta að ég, ásamt Kolla og Andra uppgötvuðum hann á sínum tíma. Tákn: 2.

Nonni: Úff erfiður leikur, spútnikliðið Wigan tekur á móti Tottenham sem hefur komið skemmtilega á óvart í haust með spilamennsku sem hæfir engan veginn þessu meðalliði. Wigan tapaði á útivelli fyrir nöllunum um síðustu helgi og því miður held ég að þeir tapi aftur á laugardaginn. Stórskemmtilegt lið engu að síður og þetta verður hörku leikur. Tákn: 2.

+++

2. Arsenal – Blackburn

Smari: Arsenal komnir áfram í Champions League og Arsene lætur byrjunarliðið byrja útaf. Hann setur Hensa svo inn í seinni hálfleik og hann smyr franska beyglu upp í hornið. Tákn: 1.

Nonni: Þetta á að vera auðveldur leikur hjá nöllunum, sem eru allir að vakna til lífsins eftir að Henry kom aftur. Blackburn á góðum degi geta spilað ágætlega og unnu stórsigur á Charlton um daginn. En þetta verður ekki góður dagur. Tákn: 1.

+++

3. Man. City – Liverpool

Smari: Ég hef það sterklega á tilfinningunni að þetta verði markalaust jafntefli.eða 1-0 fyrir City, Liverpool slaka soldið á eftir Champions league. Ég ætla samt að giska gegn sannfæringu minni og segja að Crouch skori loksins í þessum leik. Plís! .smá aukaspá hérna, ég held að Nonni setji 2 á þennan líka! Alltaf að reyna að skora bónusstig. Tákn: 2.

Nonni: Danny Mills, Robbie Fowler og félagar á móti Evrópumeisturunum! Brandari! Tákn: 2.

+++

4. Aston Villa – Charlton

Smári: Þetta gæti alveg orðið mikill markaleikur. Gætum jafnvel verið að horfa á einhverjar handboltatölur. 32-27.og yfir 20 varin í hvoru marki. Held að bróðir hans Sigga Villa, hann Aston, verði sprækur á heimavelli og haldi dollunni í Birmingham. Tákn: 1.

Nonni: Hemmi og félagar hafa misst flugið frá því í haust og eru í frjálsu falli niður töfluna eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Þeim hefur þó gengið mun betur á útivöllum. Gengi Aston Villa hefur verið frekar slappt og skrifast það eingöngu á hinn óþolandi stjóra þeirra, David O’Leary. Þetta verður jafntefli, og ég ætla að skjóta á að Baros nái að pota inn einu. Tákn: X.

+++

5. Sunderland – Birmingham

Smári: Sunderland unnu síðast í September. Gæti nú farið að gerast að þeir myndu slysast til að vinna eins og einn leik.verst að þeir kunna ekkert í fótbolta. Birmingham eru með flottan hóp á pappírunum, svona gamlir B-leikmenn allt.en þeir voru flestir góðir einu sinni. Hópurinn þeirra er fullur af svona gaurum eins og Nicholas Cage, Kevin Bacon og Tom Selleck. Þeir finna fjölina sína á laugardag. Tákn: 2.

Nonni: Sunderland er komið á sinn stað í deildinni og verður þar áfram (nema kannski að Everton nái að troða sér niður fyrir þá). Birmingham eru með ágætishóp og eiga eitthvað inni eftir slæmt gengi. Tákn: 2.

+++

6. Portsmouth – Chelsea

Smári: Það er kominn tími á að nafni skori. Hlýtur að fá að spila eitthvað á móti Portsmouth, ef hann fer ekki að skora þá er nokkuð ljóst að Nóri þarf að senda honum Coco Puffs pakka og jólaöl frá Íslandi, það vantar allt malt í strákinn í ár. Tákn: 2.

Nonni: Leikmenn Portsmouth voru flengdir um síðustu helgi af fimmföldum Evrópumeisturum og það situr ennþá svolítið í þeim. Svo eru þeir líka alveg ólýsanlega lélegir. Engin fyrirstaða fyrir Chel$ky: Tákn: 2.

+++

7. Leicester – Sheff. Utd.

Smári: Hver man ekki eftir Robbie Savage.mér hefur verið illa við Leicester síðan hann spilaði með þeim á sínum tíma. Köttarar fjölmenna á völlinn með sínum mönnum frá Sheffield og gera allt vitlaust. Tákn: 2.

Nonni: Það er megn jafnteflislykt af þessum leik þó að Sheffield ætti að vera sterkari aðilinn. Tákn: X.

+++

8. Preston – Watford

Smári: Ískaldur ætla ég að setja jafntefli á þennan leik. Tákn: X.

Nonni: Watford hafa unnið fimm síðustu leiki sína og ég er ekki að sjá þá tapa stigum á móti Preston sem munu reyna að hanga á jafnteflinu. Tákn: 2.

+++

9. Plymouth – Reading

Smári: Reading eru í efsta sæti í deildinni.Vopnaðir Byssa Gunn og Ívari Ingimars. Skotheldur sigur. Tákn: 2.

Nonni: Íslendingaliðið Reading hefur verið að standa sig vel og mætir öðru Íslendingaliði. Með hvoru liðinu á maður þá að halda? Ég býst við því að það lið sem teflir fram fleiri Íslendingum vinni og þar sem Bjarni Guðjóns er ólíklegur til að spila þennan leik giska ég á útisigur. Tákn: 2.

+++

10. Luton – C. Palace

Smári: Þetta er rosalegur leikur. Ég las local dagblað Luton í morgun og þar er því slegið upp á forsíðuna að allir leikmenn Crystal Palace líti út eins og Hobbitar og gangi í kvennærfötum. Góðar fréttir bárust hratt til til
herbúða Palace manna. Þeir koma alveg snælduvitlausir til leiks, nærbuxnalausir.og ná jafntefli. Tákn: X.

Nonni: Ég hef ekki hugmynd um þennan leik, en ég talaði við pabba sem er sérfræðingur í neðri deilda boltanum og hann sagði að það væri fásinna að tippa ekki á Luton. Ég er líka búinn að vera full örlátur á útisigrana. Tákn: 1.

+++

11. Coventry – Norwich

Smári: Norwich vinnur. Slakur dómarinn dæmir vítaspyrnu á lokamínútunni sem Darren Huckerby skorar úr. Tákn: 2.

Nonni: Það var mikil eftirsjá þegar Norwich datt úr úrvalsdeildinni því ég er mikill aðdáandi Darren Huckerby. Hin gríðarsterka Coventry vörn nær samt að halda honum í skefjum. Tákn: X.

+++

12. Sheff. Wed. – Stoke

Smári: Þetta er ógeðslega fyndinn leikur að horfa á fyrir litblinda. Allir KR-ingar á vellinum. Ég ætla að fylgja innsæinu í þetta skiptið og segja að Sheffield menn vinni þennan leik. (ég skrifaði fyrst.. "ég ætla að fylgja
innsæinu" og skrifaði svo Stoke, það er ekki mikið innsæi, að breyta þessu síðan bara.sjitt) Ég gef Nonna í vör ef hann verður með þennan réttan. Tákn: 1.

Nonni: Stoke er búið að vera á góðu skriði upp á síðkastið og ættu samkvæmt bókinni að vinna þennan leik. Ég held nú samt að Sheffield Wednesday steli sigrinum: Tákn: 1.

+++

13. Brighton – Derby

Smári: Ætli þetta verði ekki bara jafntefli. Bæði liðin ógeðslega léleg. Ég ætla samt að grilla á Hrútana, Lifi Hrútarnir. hefur einhver séð lukkudýrið þeirra, það er frekar gott. Svipar allavega ekkert til Hrúts. Lítur soldið út eins og jakuxi. Tákn: 2.

Nonni: Sannkallaður botnslagur hér á ferð. Nú væri gott að geta þrítryggt. Ætli Derby taki þetta ekki eins og gömlu stórveldi sæmir. Tákn: 2.

+++

Smári: Ætli lögreglan hafi ekki bara sigað Drangsnesi á strákinn. Þetta er alveg þrælsnúinn seðill.mig langaði að gera hann alveg nákvæmlega öðruvísi en ég gerði hann.en svona er þetta. Þetta verður hörku viðureign við téðan Jón, eins og leikir Geislans og Neistans eru ávallt. Ég get ekki neitað því að það er allt ljúft að vinna Drangsnesinga, þeir eru Everton okkar Liverpoolmanna á Hólmavík. Ég set því boltann á punktinn, hleyp að honum frá hægri, spyrni með vinstri fæti þéttingsfast út við stöng..og vona að Nonni skutli sér í vitlaust horn.

Hver hjálpaði Nonna
Að fylla út seðilinn,
bróðirinn Manni?
Ég sit hér ásamt Maradonna
Hann fyllir út í stólinn minn
Og kallar mig Giovanni

Hef ekki hugmynd af hverju, hann er örugglega fallinn aftur!

Nonni: Hann Höskuldur frændi minn hringdi í mig á laugardaginn, niðurbrotinn eftir að hafa tapað á móti Liverpool manni í tippkeppni. Grátklökkur sagði hann að enginn væri betur til þess fallinn að vinna Poolara en annar Poolari og skoraði þar með á mig til hefna fyrir ófarir sínar (mig minnir allavega að samtalið hafi verið á þessa leið). :o) Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu og ákvað á þeirri stundu að gera gott betur en það og komast á toppinn í þessari tippkeppni! Það verður gaman að takast á við Smára um helgina, enda hefur hann sýnt óumdeilanlega hæfileika í getspá sinni síðustu helgar. Ég óska honum góðs gengis og alls hins besta. Fyrst það er búið að tíðkast upp á síðkastið að semja vísur þá læt ég eina fljóta með:

Á leiki Smári giskar nú
Gengur allt í fína
Hvaðan núna skrifar þú
New York eða Kína?