22/12/2024

Skýrsluhald sauðfjárræktarinnar

Birtar hafa verið fyrstu tölur úr skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar frá haustinu 2004 á vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is, en þó hafa ekki öll sauðfjárbú verið skráð ennþá. Uppgjörið stendur yfir, en fyrstu tölur eru venjulega birtar þegar uppgjöri er lokið fyrir rúmlega 60.000 ær. Þessi vinna heldur áfram næstu daga og verður uppfært reglulega.

Gæði og vænleiki dilkanna virðist breytilegri eftir landshlutum haustið 2004 en árið áður. Í sumum héruðum eru afurðir meiri en dæmi eru um, en á öðrum stöðum er um talsvert minni afurðir að ræða en árið áður. Strandir virðast koma mjög vel út úr þessum samanburði að venju.

Niðurstöður skýrsluhaldsins eins og staðan er núna má finna hér.