22/12/2024

Skólaslit á Hólmavík

Í síðustu viku voru skólaslit í Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur. Að venju voru ræðuhöld og einkunnaafhending á dagskránni og einnig voru afhent hvatningar- og framfaraverðlaun, sem nemendur sem hafa góð áhrif á skólaandann fá jafnan. Í yngstu bekkjunum fékk Kristján Rafn Jóhönnuson slíka viðurkenningu, á miðstiginu Kristín Lilja Sverrisdóttir og í 8.-9. bekk fékk Margrét Vera Mánadóttir. Sérstök verðlaun fyrir árangur í Tónskólanum fékk Jón Stefánsson. Kennarar sem hverfa nú til annarra starfa voru kvaddir og þakkað fyrir vel unnin störf, en þeir sem hætta að þessu sinni eru Kristján Sigurðsson, Lára Guðrún Agnarsdóttir og Stefán Steinar Jónsson.

0

bottom

atburdir/2011/640-utskrift6.jpg

atburdir/2011/640-utskrift4.jpg

atburdir/2011/640-utskrift2.jpg

Útskrift í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík vorið 2011 – ljósm. Jón Jónsson