22/12/2024

Skólasetning á Hólmavík

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur á morgun, miðvikudag, og hefst skólinn kl. 10:00. Þá mæta nemendur í öllum bekkjum í skólann. Victor Örn Victorsson skólastjóri segir að nú séu allir kennarar við Grunnskólann með kennarapróf og sé það mikið ánægjuefni hversu vel mannaður skólinn sé og starfsmannahald hafi verið stöðugt síðustu ár. Rúmlega 80 börn ganga í skóla á Hólmavík, bæði úr þorpinu og svo er skólaakstur úr nálægum sveitum.

Mörg börn eru sjálfsagt farin að hlakka til að hefja námið, en það gæti þó reynst erfitt að slíta sig frá sumrinu, en veður hefur ekki verið betra í allt sumar en núna síðustu daga.