22/12/2024

Skin og skúrir

Síðustu daga hafa skipst á skin og skúrir á Ströndum, þó töluvert meira hafi verið um skúrirnar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, Ásdís Jónsdóttir, var á ferðinni með myndavélina í fyrradag, en þá var svo hvasst á Ströndum að víða fuku lausamunir sem ekki höfðu verið teknir í hús. Þá var hið argvítugasta vatnsveður, sjórinn gekk yfir bryggjuna og rosi í háloftunum. Pollarnir á götunum á götum Hólmavíkur voru orðnir að einum stórum vatnselg, en yfir kirkjuna sveigðist fallegur tvöfaldur regnbogi og öðru hverju skaust fram einn og einn sólargeisli.

Hólmavíkurkirkja

natturumyndir/580-krummi2.jpg

frettamyndir/2007/580-haustlaegd1.jpg

Ljósm. Ásdís Jónsdóttir og Jón Jónsson