28/03/2024

Skíðuðu af Steingrímsfjarðarheiði að rótum Drangajökuls

Á annan í páskum lögðu þrír skíðagarpar úr Skíðafélagi Strandamanna í ferð sem þá hefur dreymt um í langan tíma, að ganga á skíðum af Steingrímsfjarðarheiði og upp á Hrollleifsborg á Drangajökli. Þeir Rósmundur Númason, Ragnar Bragason og Birkir Þór Stefánsson lögðu af stað rétt upp úr klukkan ellefu af Steingrímsfjarðarheiði í ferðina og skíðuðu látlaust í marga klukkutíma þar til þeir komu að rótum Drangajökuls. Þá hafði veður skipast í lofti og því ákveðið að fara í trússbílana sem fylgdu þeim og halda heim á leið. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr ferðinni ásamt Google-Earth loftmynd af leiðinni.

Færið á leiðinni var ágætt en það hafði snjóað lítilsháttar nóttina áður yfir hjarnið. Þessi ferð, sem er gamall draumur Rósmundar Númasonar, að skíða frá veginum á heiðinni á topp Drangajökuls gekk því ekki alveg eftir vegna veðurs en engu að síður þá var ferðin vel heppnuð og í alla staði stórskemmtileg. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is fylgdi þeim félögum á eftir á öðrum bílanna ásamt Ólafi Tryggvasyni jeppaáhugamanni á Hólmavík.

Að sögn þeirra félaga var þetta mjög góð æfing og þeir stefna að því að reyna að gera þetta að árlegum viðburði og vona að með tímanum nái þeir að draga með sér aðra afreksmenn úr íþróttinni í þessa skemmtilegu og krefjandi göngu og gera hana jafnvel að árlegum viðburði á Ströndum.

1

bottom

ithrottir/580-drangajokulsganga2.jpg

ithrottir/580-drangajokulsganga3.jpg

ithrottir/580-drangajokulsganga5.jpg

ithrottir/580-drangajokulsganga7.jpg

Ljósm.: Sigurður Atlason