23/12/2024

Skíðamót á Þröskuldum á skírdag


Skíðafélag Strandamanna stendur fyrir Gönguskíðamóti Arion banka á Þröskuldum á skírdag 5. apríl og hefst mótið kl. 13:00. Gengið er með hefðbundinni aðferð. Keppt er í fjölmörgum flokkum frá 6 ára og yngri sem ganga kílómeter upp í flokk 65 ára og eldri sem ganga 7,5 km. Fullorðnir ganga 15 km. Allir þátttakendur í mótinu fá páskaegg frá Arionbanka. Þrír fyrstu í flokkum 16 ára og yngri fá verðlaunapening fyrir sæti og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Mótið er öllum opið.