22/12/2024

Skemmtilegur sirkus í Árneshreppi

Stórskemmtilegur fjöllistahópur tróð upp með sirkussýningu í verksmiðjunni í Djúpavík í gærkvöld og heyrst hefur að þau hafi aftur sýnt við Krossneslaug í kvöld. Heiti hópsins er Melodic Objects og er sýning þeirra kraftmikið og heillandi sambland af tónlist, hreyfilist og sirkuskúnstum. Gaman að fá slíkt listafólk á Strandir. Ágæt mæting var á sýninguna í Djúpavík, um 75 manns voru þar að horfa.

Sirkuslistir í Djúpavík – ljósm. Jón Jónsson