22/12/2024

Skáleyjaferðir hefjast 1. júní

Björn Samúelsson á Reykhólum hefur þetta árið siglingar með ferðamenn í Skáleyjar, Hvallátur og Flatey á Breiðafirði þann 1. júní. Björn hefur siglt út í Skáleyjar frá árinu 2003 og er með bát sem tekur 19 farþega. Nú bætast við Hvallátur og Flatey í áætlunarferðirnar, en nánari upplýsingar eru á vefnum www.vesturferdir.is. Siglingin út í Skáleyjar tekur 30 mín og Flatey 50 mínútur. Siglt er frá Stað á Reykjanesi sem er 10 km fyrir vestan Reykhóla í Reyhólahreppi.

Sérkenni Skáleyja eru náttúrufegurð, víður fjallahringur og fjölbreytt landslag. Í eyjunum er mikið útfiri og landslagið því síbreytilegt eftir sjávarhæð. Fuglalífið er auðugt og merkilegur álfaklettur geymir margar sögur um samskipti manna við huldufólk.

Bókanir í Skáleyjaferðir og Flateyjaferðir er í símum 849-6748 og 865-9968 og tölvupósturinn er skaleyjaferdir@hotmail.com.

Brottför: Miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga (1/6-1/9 2007). 7 manna hópar og stærri geta farið utan þessa tíma.
Tími: Mið. kl. 17:00, lau. og sun. kl. 16:00
Lengd ferðar: 3-4 klst
Innifalið: Bátsferð og leiðsögn.