23/12/2024

Skáldin þrjú afhjúpuð við Tjarnarlund

Sigurður í Innri FagradalÁ laugardaginn voru minnisvarðar um þrjú skáld afhjúpaðir við Tjarnarlund í Saurbæ í Dölum. Minnisvarðarnir eru um Stein Steinarr en á þessu ári eru 100 ár frá fæðingu hans og 50 ár frá andlátinu, Stefán frá Hvítadal og sagnaritarann Sturlu Þórðarson og hjá þeim eru upplýsingaskilti. Það er Sögufélag Dalasýslu sem stendur fyrir framtakinu og Sigurður Þórólfsson fer þar fremstur í flokki við verkefnið. Jón Sigurpálsson listamaður á Ísafirði og safnstjóri í Byggðasafni Vestfirðinga gerði verkin úr gleri og stáli með hliðsjón af því hvernig persóna skáldanna kemur honum fyrir sjónir. Eftir afhjúpun minnisvarðanna var haldin samkoma í Tjarnarlundi þar sem var spjallað, sungið og lesin ljóð, auk þess sem dýrindis kaffiveisla var á boðstólum.   

1

Allt orðið tilbúið fyrir athöfnina – stuðlabergið setur skemmtilegan svip á torgið

bottom

Sigurður Þórólfsson í Innri Fagradal segir frá verkefninu

Hildur, Guðrún og Stefán að afhjúpa listaverkin

frettamyndir/2008/580-skaldin2.jpg

Torgið með verkunum er skemmtilega hannað

frettamyndir/2008/580-skaldin7.jpg

Fjölmenni var við viðburðinn, líklega um 200 manns

frettamyndir/2008/580-skaldin6.jpg

Kirkjan og kirkjugarðurinn í baksýn, þar hvílir Stefán skáld frá Hvítadal

Listamaðurinn Jón Sigurpálsson á Ísafirði tekur við þakklætisvotti

– Ljósmyndirnar tóku Jón Jónsson þær tvær efstu og Guðjón Torfi Sigurðsson hinar

Steinn Steinarr fæddist á Laugalandi við Ísafjarðardjúp 13. okt.1908. Hann fór á öðru ári með móður sinni suður í Saurbæ og ólst þar upp, lengst af í Miklagarði. Hugur hans beindist snemma að skáldskap og fyrstu  kvæði hans birtust á prenti upp úr 1930. Fyrsta ljóðabók hans, Rauður loginn brann, kom út í des.1934, en síðar komu bækurnar Ljóð, Spor í sandi, Ferð án fyrirheits og svo Tíminn og vatnið. Steinn lést  25. maí 1958.

Stefán frá Hvítadal fæddist á Hólmavík 11. okt. 1887. Hann var sonur Sigurðar kirkjusmiðs og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann fór ársgamall í fóstur að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum og þaðan með fósturforeldrum sínum að Hvítadal þegar hann er 14 ára. 18 ára heldur hann út í lífið og dvelur eftir það lítið á Hvítadal. Hann fer til Noregs 1912 og kynnist þar norskum bókmenntum, en veikist af berklum og fer heim til Íslands 1915. Fyrsta ljóðabók hans, Söngvar förumannsins, kom út 1918 og olli byltingu í íslenskri ljóðagerð. Síðan koma ljóðabækurnar Óður einyrkjans, Heilög kirkja og loks Helsingjar. Stefán giftist 1919 Sigríði Jónsdóttur og eignuðust þau 10 börn. Stefán bjó síðustu 10 árin sín í Bessatungu. Hann lést 7. mars 1933.

Sturla Þórðarson var sonur Þórðar Sturlusonar og var Hvamms-Sturla afi hans. Sturla varð afkastamikill sagnritari, en mesta verk hans má eflaust telja Íslendingasögu sem segir ítarlega frá atburðum 13. aldar, átökum og gegndarlausri valdabaráttu. Sturla var einnig lögmaður nokkurt skeið en sagði sig frá því starfi og lifði í friði síðustu árin sín. Hann átti bú á Staðarhóli og bjó þar löngum, en síðustu árin bjó hann í Fagurey á Hvammsfirði og eftirlét Snorra syni sínum Staðarhól. Sturla fæddist 29. júlí 1214 og lést í Fagurey 30. júlí 1284. Hann var fluttur að Staðarhóli og jarðsettur þar að kirkju Péturs postula "sem hann hafði mesta elsku á".