16/06/2024

Síminn með reikisamning við Vodafone

Hvort virkar betur: Vodafone eða Síminn?Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að nú er fyrirtækið komið með reikisamning og aðgang að sendum sem Vodafone hefur sett upp vegna uppbyggingar á fjarskiptasamskiptum fyrir Fjarskiptasjóð. Þetta stækkar þjónustusvæði Símans á Vestfjörðum. Eins og kunnugt er, er hluti af uppbyggingu Vodafone á síðustu mánuðum til komin vegna útboðs Fjarskiptasjóðs á öðrum áfanga GSM-væðingar á stofnvegum, m.a. á Vestfjörðum.

Í tilkynningunni frá Símanum segir ennfremur:

"Á árinu 2006 bauð Fjarskiptasjóður út uppbyggingu á farsímaþjónustu á þjóðvegi 1 og nokkrum fjallvegum.
Síminn vann það útboð og hóf verkefnið í janúar 2007 og lauk því ári síðar. Verkefnið fól í sér uppbygingu á um 500 km löngum vegkafla á þjóðvegi 1. Seinni hluti útboðsins fór fram á haustmánuðum 2007 og fól það í sér uppbyggingu á öllum helstu stofnvegum landsins og ferðamannastöðum. Það útboð hlaut Vodafone og hefur hafið uppbygginguna á Vesturlandi og Vestfjörðum. Í báðum þessum útboðum er skýrt ákvæði um það að sá þjónustuaðili sem fái verkefnið skuli hleypa öðrum fjarskiptafélögum inn á sendana í reiki. Sævar Freyr, forstjóri Símans segir að Síminn hafi fylgt þeim skilmálum vel eftir og reika nú önnur fjarskiptafélög inn á
þessa senda."