22/12/2024

Síðasti dagur á jólamarkaði

Upp er runninn einn helsti verslunardagur ársins og jafnframt er í dag síðasti möguleiki á að kíkja á jólamarkað Strandakúnstar í Félagsheimilinu á Hólmavik, en hann er opinn frá 14-18 í dag. Í gær var þar mikið fjör þegar Gunnlaugar Bjarnason og Sigríður Óladóttir tróðu upp og sungu og spiluðu. Í dag er KSH á Hólmavík og Drangsnesi opið til kl. 22:00 í kvöld og svo einnig frá 10-12 á morgun fyrir þá sem enn eiga eftir að kaupa möndlu í grautinn og gjöf handa konunni. Heiða Ólafs mætir í KSH í dag kl. 16:00, áritar diskinn sinn og tekur lagið.

Ljósm. Jón Jónsson.