Categories
Frétt

Frístundabyggðir á Hólmavík og í Skeljavík skipulagðar

Það er áhugavert að glugga í skipulagstillögur vegna aðalskipulags Strandabyggðar sem nú er í vinnslu, en þau gögn liggja frammi á vef sveitarfélagsins – strandabyggd.is. Þar má til dæmis sjá að hverfi fyrir frístundabyggð sem skipulagt er við innri enda Borgabrautar á Hólmavík er að verða fullsetið. Húsunum þarna fjölgaði um tvö í sumar og líklega er pláss fyrir tvö hús í viðbót á þessu svæði. Gert er ráð fyrir framtíðarsvæðum fyrir frístundabyggð í nágrenni Hólmavíkur niðri við sjó í Skeljavík þar sem áður stóðu sumarhús í nokkur ár frá 1990 og hefur þegar verið úthlutað lóð þar. Einnig er gert ráð fyrir frístundabyggð ofan við þjóðveginn í landi Skeljavíkur. Fréttaritari smellti nýverið af nokkrum myndum í frístundabyggðinni á Borgabraut.

Sumarhús

holmavik/580-sumarhus-borg2.jpg

holmavik/580-sumarhus-borg4.jpg

holmavik/580-sumarhus-borg3.jpg

Húsin tvö sem bættust við í sumar eru á neðstu myndunum – ljósm. Jón Jónsson