19/09/2024

Síðasta torfæra sumarsins

Síðasta torfærukeppni sumarsins verður haldin á Hellu í Rangárþingi sunnudaginn 4. september næstkomandi. Torfærukappi Strandamanna, Daníel Ingimundarson, tekur þátt á Grænu þrumunni (Green Thunder) og nú er það spurningin hversu mjúklega og hörkulega hann ætlar sér í gegnum þrautirnar.

Í síðustu keppni var Danni með allra bestu tilþrifin og það þarf enginn að efast um að hann ætlar sér að komast langt í keppninni á sunnudaginn og leyfir eflaust öllum hestöflunum undir vélarhlífinni að njóta sín upp bröttustu brekkurnar í baráttunni um sæti. AMG Aukaraf torfæran á Hellu á sunnudaginn hefst klukkan 13:00.