27/04/2024

Sektir fyrir nagla – 5000 á dekk

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að nú er gott vor, allt autt á láglendi og á fjallvegum. Sumarspá er um veðrið framundan, hlýindi og vor í lofti. Lögreglan hvetur því umráðamenn ökutækja til að skipta yfir á sumarhjólbarða, enda er tími nagldekkjanna liðinn þetta vorið. Lögreglan mun fylgjast með þessa vikuna en eftir 10. maí mega ökumenn búast við að sektum verði beitt á þá sem ekki drífa í dekkjaskiptin. Sekt fyrir hvern negldan hjólbarða án heimildar er krónur 5.000.-