22/12/2024

Sauðfjársetur út um víðan völl

Sauðfjársetur á Ströndum verður til umfjöllunar í þættinum Út um víðan völl sem verður útvarpað á Rás 1 núna á laugardagmorguninn kl. 9:00. Þar er rætt við Jón Jónsson framkvæmdastjóra safnsins um starfsemi þess. Sigríður Ásgeirsdóttir fréttamaður hjá Svæðisútvarpinu á Ísafirði stýrir þættinum og í honum verður einnig spjallað við Guðbrand Baldursson í Vatnsfirði um lundaveiðar í Borgarey og Sigurð Pétursson um sögugöngur sem hann stendur fyrir á Ísafirði. Rétt er að nota þetta fréttefni til að minna á töðugjöldin og dráttarvéladaginn á Sauðfjársetrinu á sunnudaginn en bakstur fyrir kaffihlaðborðið þá stendur nú sem hæst.