04/10/2024

Samkórinn Björk frá Blönduósi heimsækir Strandir

Samkórinn Björk verður á söngferðalagi um Strandir laugardaginn 12. júní næstkomandi. Mun hann halda tónleika í Árneskirkju í Trékyllisvík í Árneshreppi kl. 14:00 og í Hólmavíkurkirkju á Hólmavík kl. 20:00. Kórinn býður upp á fjölbreytta söngdagskrá. Einnig munu diskar kórsins verða til sölu.