23/12/2024

Samgönguráðherra með fund á Café Riis

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem Strandamönnum er boðið til fundar um samgöngu- og fjarskiptamál. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 10. janúar kl. 20.00 á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Að lokinni ræðu samgönguráðherra verða fyrirspurnir og umræður. Ef að líkum lætur verður fjölmennt á fundinum og margt sem menn vilja ræða.