25/04/2024

Samfylking fundar á Hólmavík

Ellefu gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og verður kynningarfundur fyrir frambjóðendur og Strandamenn haldinn á Hólmavík kl. 11 sunnudagsmorguninn 15. október. Fundurinn er opinn öllum og fer fram í anddyrinu á félagsheimilinu á Hólmavik. Prófkjörið sjálft verður haldið helgina 28.-29. október og er opið öllum flokksmönnum og stuðningsmönnum í kjördæminu. Þeir sem gefa kost á sér eru:
 

Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi, Akranesi gefur kost á sér í 1. sætið.
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi gefur kost á sér í 1.-2. sæti listans.
Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki gefur kost á sér í 1.-2. sætið.
Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi Alþingismaður, Reykjavík gefur kost á sér í 1.-2. sæti listans.
Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi,  Ísafirði gefur kost á sér í 1.-4. sæti listans.
Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Ísafirði gefur kost á sér í 2.-3. sæti listans.
Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, Bolungarvík gefur kost á sér í 2.-3. sæti listans.
Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor á Hvanneyri, Snæfellsbæ gefur kost á sér í 3. sæti listans.
Benedikt Bjarnason, nemi við Háskólann á Bifröst, Ísafirði, gefur kost á sér í 3.-4. sætið.
Einar Gunnarsson, kennari, Stykkishólmi gefur kost á sér í 3.-4. sætið listans.
Björn Guðmundsson, smiður,  Akranesi gefur kost á sér í 4 sætið.