26/12/2024

Sameiginleg félagsþjónusta fjögurra sveitarfélaga

KróksfjarðarnesÍ frétt á strandabyggd.is kemur fram að öflugra samstarf stendur nú fyrir dyrum milli sveitarfélaganna Strandabyggðar, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Reykhólahrepps. Sveitarfélögin hafa samþykkt að koma á fót sameiginlegri félagsþjónustu og skipa í eina félagsmálanefnd sem starfar á öllu svæðinu. Í nýju nefndinni verða fimm fulltrúar, tveir frá Strandabyggð og einn fulltrúi frá hverju hinna sveitarfélaganna. Undirbúningshópur vinnur nú að samningi um félagsmálanefndina og skilgreinir starfslýsingu, starfshlutfall og menntunarkröfur fyrir starf félagsmálastjóra en sú staða verður auglýst von bráðar.