22/12/2024

Rúllupylsukeppni á Sauðfjársetrinu

645-saevangur

Næstkomandi laugardag, þann 23. nóvember klukkan 13:00, verður haldið Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð haldið í Sævangi. Það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Slow food samtökin á Íslandi sem standa fyrir keppninni. Hún fer þannig fram að þeir sem vilja taka þátt mæta með rúllupylsu og gefa gestum að smakka, auk þess sem sérvalin dómnefnd mætir á svæðið og velur best heppnuðu rúllupylsurnar og einnig þá frumlegustu. Allir fá að smakka. Einnig verða á svæðinu sölubásar, gleði og gaman. Kaffihlaðborð er á boðstólum fram eftir degi, eins og oft áður á Sauðfjársetrinu, og kostar 1.500.- fyrir 13 ára og eldri, 800,- fyrir 6-12 ára, frítt fyrir yngri. Hægt er að skrá þátttöku í rúllupylsukeppninni í síma 823-3324 (Ester) en það er ekki nauðsynlegt. Líka er hægt að mæta einfaldlega á staðinn.