23/12/2024

Rottukrufning á Hólmavík

Nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum á Hólmavík hafa nóg við að vera þó samræmdu prófin séu búin og á föstudaginn dunduðu þau við að kryfja rottur í skólanum. Eru þau eflaust margs vísari um líf- og náttúrufræði á eftir og töluvert betur að sér um hlutverk ýmissa líffæra. Rottur eru annars sjaldséð sjón og framandi dýr á Ströndum og hafa aldrei skotið þar rótum. Þegar slíkar láta sjá sig þykir það svo merkilegt að ortir eru um það sagnabálkar, bæði þær gráu og gleðiríku sem gengu á land í Djúpavík í upphafi síldaráranna og svo þessa loðnu sem Kaupfélagsmenn á Hólmavík hervæddust vegna og hófu stórsókn gegn. Þessar komu hins vegar frosnar með hraðsendingu frá Tilraunastöðinni á Keldum.

Krufið til mergjar

frettamyndir/2007/580-krufning3.jpg

frettamyndir/2007/580-krufning1.jpg

10. bekkingar eru óhræddir við rotturnar og í meira lagi áhugasamir um líffræðina.