20/04/2024

Sauðburður hafinn af krafti

Sauðburður er hafinn víðast hvar á Ströndum og verður mikið um að vera í fjárhúsum þessa helgina og næstu vikur. Það er líkt og hún Sigurlaug Stefánsdóttir á Hólmavík hafi aldrei stundað aðra atvinnu en bústörf í sveit, svo vel fer henni það úr hendi. Aðalvinna hennar er þó við rækjuvinnsluna Hólmadrang, en vegna hráefnisskorts í nokkra daga hjálpar hún til við sauðburðinn í Miðhúsum í Kollafirði. Hér er Sigurlaug með fyrstu lömbin á bænum sem fæddust um síðustu helgi. Labradorhundarnir, mæðgurnar Hneta og Ugla, fylgjast áhugasamar með en þær hafa líka fengið að njóta dýraáhuga Sigurlaugar sem fer daglega með þær í langan göngutúr.

Sigurlaug með lömbin – ljósm. Arnheiður Guðlaugsdóttir