08/01/2025

Rokkhátíðin Slátur – Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum

BúðardalurÞað er mikið um að vera á Haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum um næstu helgi og á föstudaginn 23.
október er heilmikil rokkhátíð hluti af dagskranni. Þar koma saman í nýju Reiðhöllinni í
Búðardal nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag.
Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en
dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður. Hljómsveitirnar sem halda
uppi stuðinu eru: Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, Rass, Agent Fresco,
Reykjavík!, Grjóthrun í Hólshreppi og Black Sheep. Allar hljómsveitirnar fá greitt í sviðakjömmum og kjötskrokkum.