23/12/2024

Reiðnámskeið hjá Strandahestum

Strandahestar verða með reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna dagana 12.-15. ágúst næstkomandi. Kennt verður í litlum hópum 4-6 manns, í fjögur skipti, klukkutíma í senn. Kennslan fer fram á Víðidalsá á daginn og kvöldin allt eftir þörfum þátttakenda. Námskeiðið kostar kr. 6.000.- Fyrir þá sem eru lengra komnir í að sitja og stjórna hesti verður boðið upp á stutta reiðtúra í nágrenni Hólmavíkur. Upplýsingar og skráning er í síma 862-3263 og 451-3262 og í netfanginu strandahestar@strandahestar.is.