23/12/2024

Rafmagnstruflanir í morgun

Rafmagnstruflanir hafa verið á Ströndum og víðar á Vestfjörðum og Vesturlandi frá því rúmlega 8:00 í morgun. Samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins fór rafmagn af Vesturlínu milli Hrútatungu og Geiradals og var talið er að línan hafi farið út í óveðri í morgun. Rafmagn kom aftur á línuna í Árneshrepp laust fyrir 10:00 og um kl. 10:20 á línuna suður í Bitru frá Hólmavík.