03/01/2025

Rafmagnslaust víða um Vestfirði

Rafmagn fór af á vestanverðum Vestfjörðum um klukkan ellefu í gærkvöld og urðu Strandamenn þá varir við mikla sveiflu á spennu. Dísilvélar sjá þessum byggðum fyrir vestan nú fyrir rafmagni. Orsökin er að sögn ruv.is bilun á Vesturlínu milli Geiradals og Mjólkárvirkjunnar, en raflínan til Stranda (norðan við Stikuháls) kemur úr Geiradal og yfir Tröllatunguheiði að Þverárvirkjun. Þaðan er rafmagni svo dreift suður og norður sýslu. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða segja ekkert vitað um ástæðu bilunarinnar, að sögn ruv.is, en hennar verði leitað og við hana gert í birtingu. Líklegt má telja að ísing hafi valdið biluninni.