22/12/2024

Prófkjör Samfylkingarinnar verður næstu helgi

Prófkjör Samfylkingarinnar verður í félagsheimilinu á HólmavíkPrófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið næstu helgi, dagana 28. – 29. október og fer fram í sextán kjördeildum en talning fer fram á sunnudeginum í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Ellefu frambjóðendur gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í kjördæminu. Kjörstaður á Ströndum verður í anddyri félagsheimilisins á Hólmavík og verður opinn laugardaginn frá 12:00-18:00 og sunnudag frá 10:00-12:00 eins og aðrir kjörstaðir í prófkjörinu í kjördæminu.