23/12/2024

Portrett og ketilbjöllur um Verslunarmannahelgi

Það verður talsvert um að vera hjá Galdrasýningu á Ströndum um helgina auk
dagskráarinnar Álfar og tröll og ósköpin öll sem er þrisvar í viku. Á morgun laugardag verður Tómas
Ponzi myndlistarmaður allan daginn á Galdrasafninu á Hólmavík og teiknar
portrett af gestum og gangandi. Í Kotbýli kuklarans á sunnudaginn verður
skemmtileg kynning á svokölluðum kettlebells eða ketilbjöllum upp á íslensku.
Það eru Vala Mörk og Guðjón Svansson frá Svanshóli sem gefa fólki tækifæri á að
kynnast þessari íþrótt sem hentar sérstaklega þeim sem vilja styrkjast og auka
úthald. Í lok kynningarinnar og fáeinna æfinga verður haldin þríþrautarkeppni
með kúlunum.  Ketilbjöllukynningin verður frá kl. 14:00 – 16:00, en hún miðast við
aldurinn 14 ára og eldri. Skráning fer fram í síma 451 3525.