22/12/2024

Páskalömb í Steinstúni í Árneshreppi

Þann 30. mars bar ærin Vala tveim hrútlömbum hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda á Steinstúni í Árneshreppi. Heimasætan Júlíana Lind Guðlaugsdóttir hugsar vel um lömbin og sýndi ljósmyndara hvað þau væru orðin stór og spræk tæplega fjögra daga gömul. Ærin Vala virðist hafa komist í hrút um það leyti sem þeir voru teknir inn á gjöf 5. eða 6. nóvember. Það mætti kalla þetta ekta páskalömb.

Júlíana Lind með lömbin – ljósm . Jón G. Guðjónsson