15/04/2024

Páskahret á strandir.saudfjarsetur.is

Alvarleg bilun hrjáir strandir.saudfjarsetur.isFréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur legið niðri síðan á þriðjudag vegna mjög alvarlegrar bilunar á harða disk netþjónsins sem strandir.saudfjarsetur.is er vistaður hjá. Ennþá er óvíst hvort það tekst að bjarga öllum gögnum og myndum sem birst hafa á vefnum en það ætti að koma í ljós á næstu dögum. Vegna þessarar bilunar þá er pósthólf strandir.saudfjarsetur.is einnig óvirkt og eru lesendur beðnir um að senda póst á sogusmidjan@vestfirdir.is eða á galdrasyning@holmavik.is ef þeir hafa eitthvað fram að færa meðan ástandið varir. Spjalltorgið, myndasöfnin og tenglar inn á leiki verða óvirkir áfram um stund, en mjög óvíst er hvort tekst að bjarga gögnum þaðan.