22/12/2024

Páskabingó á laugardaginn

Bingó - BingóForeldrafélag Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir páskabingói næsta laugardag og hefst það kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Veglegir vinningar verða í boði og kaffi og sælgæti selt á staðnum. Bingóið er haldið í fjáröflunarskyni, en Foreldrafélagið safnar nú fyrir stafrænni kvikmyndatökuvél og tölvu með klippibúnaði til að gefa skólanum. Hugmyndin er að búnaðurinn verði bæði notaður í leik og starfi í Grunnskólanum.