12/11/2024

Öskudagur á 18 bræður

Það hefur verið heldur kalt í dag á Ströndum og ekkert viðrað neitt sérlega vel á krakkana sem á þéttbýlisstöðunum hafa hlaupið á milli fyrirtækja um allar götur til að syngja fyrir nammi. Á milli hefur líka verið kafaldsmugga, en vindur hefur ekki fylgt þannig að skafrenningur hefur ekki hrellt Strandamenn. Ef þjóðtrúin er rétt, fylgja 18 dagar Öskudegi, þar sem veðurlag verður áfram með svipuðum hætti. Hljómar ekki sérlega spennandi. 

bottom

frettamyndir/2011/640-mugga2.jpg

Gáð til veðurs á Hólmavík, önnur myndin er af Café Riis en hin af Bryggjunni, teknar út um glugga á Þróunarsetinu.

– Ljósm. Jón Jónsson